Categories
Frétt

Gota, gellur og saltfiskur við KSH kl. 13:00

Fiskvinnslan Drangur mætir á súpufund á Café Riis á Hólmavík í dag og kynnir þar starfsemi sína. Í tilefni dagsins ætla starfsmenn Drangs að hafa með sér gotu, gellur og saltfisk ef fólk vildi kaupa slíkt og verður settur upp sölumarkaður við Kaupfélag Steingrímsfjarðar kl. 13:00 í dag. Lifur er því miður ekki til í dag, þannig að hún verður ekki á boðstólum. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á súpufundinn þar sem að sjálfsögðu verður fiskisúpa á boðstólum og krækja sér síðan í góðmetið við KSH.