05/10/2024

Gömlu góðu leikirnir á Sauðfjársetrinu


Hvernig léku krakkar sér í gamla daga? Hvað gerðu þau milli sveitaverkanna? Hvernig dót áttu þau?Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17 verður atburður á Sauðfjársetrinu í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðinemi segir þá frá gömlum leikjum og leikföngum sem gátu breyst í ótrúlegustu verur. Kannski verða sagðar gamlar sögur og jafnvel farið út í hópleiki. Þetta er fyrsti viðburðum af nokkrum sem verða haldnir í tengslum við sýninguna Sumardvöl í sveit sem var opnuð á safninu í haust. Búast má við huggulegu síðdegi þar sem börn og foreldrar njóta sín saman í leik.

Sýningin Sumardvöl í sveit verður að sjálfsögðu opin. Grjónagrautur verður á boðstólum fyrir þá sem vilja eftir leikina og kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir 12 ára og yngri. Skráning í mat fer fram á staðnum.