20/04/2024

Gjögurbryggja stórskemmd eftir sjógang og óveður

Í sjóganginum og óveðrinu síðustu daga stórskemmdist bryggjan á Gjögri í Árneshreppi. Stærðar gat er í bryggjugólfið rétt ofan við krana sem stendur ennþá eins og minnismerki fremst á bryggjunni. Allur fremri endi bryggjunnar er mjög illa farin, eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi myndum. Ekki er vitað um aðrar meiri háttar skemmdir af völdum sjógangs, nema að víða hefur myndast rof í jarðveg við ströndina og grjót og rusl er á veginum í Árneskróknum.

bottom

frettamyndir/2008/580-gjogurbryggja-skemmd.jpg

Bryggjan er mjög illa farin – ljósm. Jón G.G.