Categories
Frétt

Gamli fiskmarkaðurinn til sölu

Húsnæði Fiskmarkaðar Hólmavíkur ehf, gamli fiskmarkaðurinn á Hafnarbraut 6 sem lengstum gekk undir nafninu Furuvellir, hefur nú verið auglýstur til sölu á heimasíðu Strandabyggðar. Þar kemur fram að um er að ræða iðnaðarhúsnæði byggt 1946. Húsið er 201,5 fm og stendur á 2000 fm eignarlóð sem flokkuð er á skipulagi sem iðnaðar- og athafnasvæði. Ekkert kemur fram um tilboðsfrest, en áætluð afhending eignarinnar er 1. maí 2010 eða samkvæmt samkomulagi. Áskilur stjórn Fiskmarkaðsins sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum, en tilboð skal senda til Jóns Eðvalds Halldórssonar á skrifstofu Kaupfélags Steingrímsfjarðar að Höfðatúni 4, 510 Hólmavik.