Categories
Frétt

Gamli barnaskólinn til sölu

Á vef sveitarfélagsins Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að ákveðið hefur verið að setja gamla
barnaskólann við Kópnesbraut sem byggður var árið 1913 á sölu. Gamli skólinn er mjög farinn að láta á sjá, en hann er eina friðaða húsið á Hólmavík. Segir á vef sveitarfélagsins að þar sem búið sé
að friða skólann beri kaupanda að koma ytra byrði í upprunanlegt horf, en
sé heimilt að innrétta bygginguna eftir sínu höfði. Ekki kemur fram hvenær tilboðsfrestur rennur út.