14/10/2024

Fyrstu tölurnar í heimabingóinu

645-bingo

Búið er að draga fyrstu 10 tölurnar í heimabingói Sauðfjársetursins. Nú fara menn vandlega yfir tölurnar og passa að merkja við á spjöldum sínum hvaða tölur eru komnar, t.d. með krossi yfir tölurnar, en passa þarf að talan sjálf sjáist í gegn ef menn verða svo heppnir að vinna. Nú verður dregið á hverjum degi þangað til fyrstu fimm eru komnir með bingó á spjaldinu öllu. Þegar menn fá bingó hafa þeir til hádegis daginn eftir til að hafa samband við Ester í s. 823-3324 og láta vita. Hér koma fyrstu tölur í heimabingóinu: B-11, B-13, I-17, I-23, I-28, N-33, G-56, G-59, G-60 og O-65.