25/04/2024

Fyrsta hrefnan skotin við Hólmavík

Hvalveiðiskipið Dröfn RE 35 hefur verið á hrefnuveiðum á Steingrímsfirði í morgun. Skipið hefur siglt um allan fjörð í leit að hrefnu og alveg inn fyrir Bassastaði. Íbúar á Hólmavík urðu vitni að því þegar fyrsta dýrið á vertíðinni var skotið, rétt utan við höfnina á Hólmavík. Á mynd hér að neðan sést hrefnan á þilfari skipsins og skipverjar að gera að henni og koma afurðinni í kör. Þetta er fyrsta dýrið sem veitt er í þessari törn en Hafrannsóknarstofnun hefur heimild til að veiða 39 dýr í sumar. Stefnt var að því að veiða fimm dýr í apríl en veiðar hafa gengið brösuglega vegna tíðarfars. Að sögn talsmanns Hafró er það m.a. ástæða fyrir því að veiðarnar fara fram inni í firðinum en veiðum er reynt að dreifa allt í kringum landið bæði á grunnslóð og dýpra úti. Myndir af skipinu í hrefnuleit er að finna hér að neðan.

Hrefnuveiði

frettamyndir/2007/580-hrefnuveidi5.jpg

frettamyndir/2007/580-hrefnuveidi6.jpg