Categories
Frétt

Framkvæmdahugur í Strandamönnum

Framkvæmdir liggja hreint ekki niðri á Ströndum í vetur, enda hefur viðrað vel til uppbyggingar og viðhaldsvinnu. Iðnaðarmenn á Hólmavík hafa unnið að því hörðum höndum að reisa nýtt hús fyrir fiskmarkað og er ætlunin að það verði tilbúið fyrir grásleppuvertíðina, en hluti hússins verður notaður fyrir verkun grásleppuhrogna. Einnig er unnið á vegum Strandabyggðar að því að klæða hluta Þróunarsetursins á Höfðagötunni á Hólmavík og skipta um járn á þaki. Þá standa einstaklingar á Hólmavík líka í stórræðum, sumir hverjir, við að bæta húsakostinn.

0

bottom

frettamyndir/2010/580-fiskim5.jpg

frettamyndir/2010/580-fiskim3.jpg

Fiskmarkaðurinn á Hólmavík er risinn og unnið hörðum höndum innandyra. Yfirsmiður við verkið er Ómar Pálsson á Hólmavík og í mörg horn að líta hjá iðnaðarmönnum. Húsið er stálgrindarhús, 280 fermetrar. Útgerðarfyrirtæki á Hólmavík, sveitarfélagið Strandabyggð, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Fiskmarkaður Suðurnesja eiga stærstu hlutina í Fiskmarkaðnum Hólmavík. Við fiskmarkaðinn starfar einn starfsmaður á ársgrundvelli auk vinnu við bókhald og slíkt.

frettamyndir/2010/580-fiskim2.jpg

frettamyndir/2010/580-hofdag3c.jpg

frettamyndir/2010/580-hofdag3a.jpg

Bakhliðin á Þróunarsetrinu á Hólmavík var óklædd og járn á þaki lélegt. Þetta stendur allt til bóta, enda vinna starfsmenn Trésmiðjunnar Höfða hörðum höndum að viðgerðum og klæðningu.  

frettamyndir/2010/580-framkv-hofdag7b.jpg

Unnið að framkvæmdum á Höfðagötu 7, húsi Ásdísar Jónsdóttur. Búið að skipta um járn á þaki og glugga, og byrjað að klæða efri hæðina á þessu mest ljósmyndaða íbúðarhúsi á Hólmavík.

– ljósm. Jón Jónsson