Categories
Frétt

Fjölmenni á Jörundi í Bolungarvík

Leikfélag Hólmavíkur sýndi Þið munið hann Jörund í Bolungarvík í gær og var mjög fjölmennt og góð stemmning, vel á annað hundrað gestir. Sýningin hefur sömuleiðis verið ágætlega sótt á Hólmavík, sérstaklega voru margir á frumsýningunni, en fjórða sýning er núna á páskadag í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:30. Miðapantanir eru í síma 865-3838. Vefsíða Leikfélagsins er á slóðinni www.holmavik.is/leikfelag.