11/09/2024

Fiskar á þurru landi

Leikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen sem Leikfélag Hólmavíkur hefur verið að æfa undanfarnar vikur verður frumsýnt um páskana. Frumsýning verður á skírdag, 13. apríl, og einnig verða sýningar laugardaginn 15. apríl og á annan í páskum, mánudaginn 17. apríl. Þessar þrjár fyrstu sýningar fara allar fram í Bragganum á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. Leikstjóri er Kolbrún Erna Pétursdóttir. Eins og venjulega hyggur Leikfélagið svo á leikferðir með verkið, en leikfélagið er þekkt fyrir hversu víðförult þar er. Hér í nágrenninu er hugmyndin að fara í Króksfjarðarnes, Drangsnes, Árneshrepp og á Hvammstanga, en ætlunin er líka að heimsækja Ketilás, Bolungarvík, Þingeyri og Mosfellsbæ og sýna þar.

Vefsíða Leikfélags Hólmavíkur er á slóðinni: www.holmavik.is/leikfelag.

Myndir frá æfingum og af leikhópnum.