08/10/2024

Ferðaþjónusta á Ströndum í sókn

Sædís á siglinguÞað er búið að vera mikið að gera hjá ferðaþjónum á Ströndum síðustu vikur og framundan háannatíminn í júlí. Mikil þróun og uppbygging hefur verið í gangi á svæðinu og ferðafyrirtækin eru fjölmörg. Þannig eru að minnsta kosti 14 staðir á Ströndum þar sem hægt er að kaupa gistingu innandyra. Sundlaugar og söfn eru vinsælir áfangastaðir og þar er líka um auðugan garð að gresja á Ströndum. Ein birtingarmynd gæðaþróunar í ferðaþjónustunni er fjölgun á vefsíðum þar sem hægt er að fræðast um það sem í boði er.

Hér á eftir birtum við því lista yfir vefsíður þar sem hægt er að nálgast fyrirtækin beint og ýmsar nýlegar síður eru þar á meðal.

Almennur fróðleikur um Strandir og ferðaþjónustu:

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík – www.holmavik.is/info
Vestfjarðavefurinn – Fróðleikur um Strandir – www.vestfirdir.is
Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is – www.strandir.saudfjarsetur.is

Gististaðir:
Tangahús á Borðeyri – www.tangahus.is
Snartartunga í Bitrufirði (FB) – home19.inet.tele.dk/snartartunga
Ferðaþjónustan Broddanes í Kollafirði – www.broddanes.is
Ferðaþjónustan Kirkjuból við Steingrímsfjörð (FB) – www.strandir.saudfjarsetur.is/kirkjubol
Steinhúsið á Hólmavík – www.steinhusid.is
Gistiheimilið Borgabraut 4, Hólmavík – www.borgabraut4.is
Tjaldsvæðið á Hólmavík – http://www.holmavik.is/info/tjaldsvaedid.htm
Gistiheimilið Malarhorn, Drangsnesi – www.malarhorn.is
Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi – www.drangsnes.is/sunna 
Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði – www.strandir.saudfjarsetur.is/laugarholl
Hótel Djúpavík – www.djupavik.is
Finnbogastaðaskóli, Trékyllisvík – www.nordurfjordur.is/gisting
Valgeirsstaðir í Norðurfirði – www.fi.is/skalar/nordurfjordur  
Gistiheimili Norðurfjarðar – www.nordurfjordur.is/gisting
Gistiheimilið Bergistangi – www.nordurfjordur.is/gisting

Veitingar:
Staðarskáli í Hrútafirði – www.n1.is
Kaffi kind í Sauðfjársetrinu – www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur
Café Riis á Hólmavík – www.caferiis.is
N1 söluskáli Hólmavík – www.n1.is
Kaffi Galdur – www.galdrasyning.is
Malarkaffi á Drangsnesi – www.malarhorn.is
Hótel Laugarhóll í Bjarnarfirði – www.strandir.saudfjarsetur.is/laugarholl
Hótel Djúpavík – www.djupavik.is
Kaffi Norðurfjörður – www.nordurfjordur.is

Söfn og sögusýningar:
Sauðfjársetur á Ströndum – www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur
Galdrasýning á Ströndum – www.galdrasyning.is
Galdrasafnið á Hólmavík – www.galdrasyning.is
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði – www.galdrasyning.is
Minja og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík – www.trekyllisvik.is

Sundlaugar:
Íþróttamiðstöðin Hólmavík – www.holmavik.is/info/sundlaug.htm
Sundlaugin á Drangnesi – www.drangsnes.is

Náttúruskoðun:
Æðarkolluverkefnið á Orrustutanga – www.strandir.saudfjarsetur.is/kollan
Skoðunarferðir í Grímsey á Steingrímsfirði – www.malarhorn.is/siglingar/

Óvissuferðir, hópefli og upplifunarleiðsögn:
AssA, þekking og þjálfun, Trékyllisvík – www.assaisland.is  

Siglingar, sjóstöng og skoðunarferðir:
Sundhani ST-3 á Drangsnesi, siglingar og sjóstöng – www.malarhorn.is
Sædís ÍS, bátsferðir, siglingar Norðurfjörður-Hornstrandir – www.freydis.is

Hestaferðir:
Strandahestar á Hólmavík – www.strandahestar.is
Svaðilfari við Djúp – www.strandir.saudfjarsetur.is/svadilfari

Golf:
Skeljavíkurvöllur við Hólmavík – www.golf.is

Mótorkross:
Skeljavíkurbraut, við Hólmavík – www.123.is/strandir

Bæjarhátíðir:
Hamingjudagar á Hólmavík – www.hamingjudagar.is

Bílaverkstæði:
SG-verkstæði á Borðeyri – www.sgverk.com

Verslanir:
ÁTVR á Hólmavík – www.vinbud.is

Vefverslun:
Netverslun Strandagaldurs – https://secure.odg.cc/strandir/

Ljóst má vera af þessum lista að ferðaþjónustan hefur gríðarmikið vægi í atvinnulífinu á Ströndum. Á þennan lista vantar þó ýmsa gististaði á Ströndum, veitingastaði, verslanir, handverkshús, sundlaugar o.s.frv. sem ekki kynna sig á netinu. Vinsamlegast sendið ábendingar um fleiri vefsíður, villur og leiðréttingar á strandir@strandir.saudfjarsetur.is.