10/09/2024

Ferðablað 2008 um Strandir og Reykhólasveit

Á ferð um Strandir og ReykhólasveitFerðabaðið fyrir sumarið 2008, Á ferð um Strandir
og Reyhólasveit kom út í gær á Sumardaginn fyrsta. Það er Arnatla 2008 sem
stendur fyrir útgáfunni í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða. Ferðablaðið sem
er tólf blaðsíður er prentað í 20 þúsund eintökum og verður dreift á
upplýsingamiðstöðvar um allt land ásamt að liggja frammi á öllum viðkomustöðum
ferðamanna á svæðinu. Í ferðablaðinu er hægt að kynnast því helsta sem er að
gerast í ferðaþjónustu á Ströndum og í Reykhólasveit. Blaðinu hefur verið dreift
inn á öll heimili á svæðinu. Blaðið er einnig hægt að nálgast í tölvutæku
formi á heimasíðu Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Hólmavík á slóðinni www.holmavik.is/info.

Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að sá til þess
að dreifa blaðinu til gesta sinna og halda því vel á lofti. Það er hægt að
nálgast hjá Sigurði Atlasyni – arnatla2008@strandir.saudfjarsetur.is – eða á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík
eftir að hún opnar í vor.