Categories
Frétt

Félagsvist í Sævangi á föstudagskvöld

fNæstkomandi föstudagskvöld, þann 6. febrúar kl. 20:00, verður spiluð félagsvist í Sævangi í fyrsta sinn í allmörg ár. Fram kemur í tilkynningu frá Sauðfjársetri á Ströndum að félagsvist hafi verið afar vinsæll og árviss viðburður í Sævangi á árum áður, en nú sé stefnt að því að endurvekja gömlu góðu stemmninguna með þriggja kvölda keppni. Allir eru hjartanlega velkomnir, en aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir hvern spilakappa. Að sjálfsögðu eru verðlaun í boði fyrir þá sem standa sig best og verst á hverju kvöldi en einnig fær stigahæsti einstaklingurinn eftir kvöldin þrjú vegleg verðlaun. Sjoppa verður á staðnum og heitt á könnunni, en seinni keppniskvöldin tvö verða síðan 13. og 20. febrúar.