25/04/2024

Fálki í Kollafirðinum

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni um Kollafjörðinn á dögunum og rak þá augun í allstóran fálka sem sat á þúfu utan vegar við Kollafjarðarnes. Náðist að smella af myndum í sumarblíðunni og birtast þær hér, þó þær hefðu reyndar gjarnan mátt vera skarpari og betri. Á wikipediu kemur fram að fálkar eru staðfuglar á Íslandi og er talið er að 3-400 pör verpi á Íslandi. Aðalfæða fálka eru rjúpur, en hann veiðir einnig endur, svartfugla og vaðfugla. Í árum sem lítið er um rjúpur fækkar fálkum.

Fálkar gera ekki hreiður, heldur verpa 3-4 eggjum beint á klettasyllur eða nota gamla hrafnslaupa. Fullorðnir fálkar dveljast allt árið á óðali sínu. Fálkar eru alfriðaðir á Íslandi og Náttúrufræðistofnun fylgist með stofnbreytingum.

bottom

natturumyndir/580-falki3-koll.jpg

Fálki í Kollafirðinum – Ljósm. Jón Jónsson