25/04/2024

Fálki á Borðeyri

Fálki gerði sér heimakominn á Borðeyri nú í morgun. Hann sat hinn rólegasti og var að gæða sér á bráð við þjóðveginn niður á eyrina. Þetta virtist vera alger fálki því hann hélt greinilega að hann væri að fá samkeppni um matinn og sat sem fastast þrátt fyrir að komið væri mjög nálægt honum við myndatökuna. Ef fálkar hefðu hendur, þá hefði verið hægt að heilsa honum með handabandi, svo rólegur var hann. Því næst settist hann á staur við Grunnskólann og sat þar góða stund sem fyrirsæta fyrir börnin sem höfðu fróðleik af.

Borðeyrarfálkinn – ljósm. Sveinn Karlsson