Categories
Frétt

Ernir með tónleika í Hólmavíkurkirkju

Karlakórinn
Ernir heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 16 á laugardag, en frá þessu er sagt á vef Ísfirðinga.
Hljómsveitin Yxna mun spila undir með kórnum í nokkrum lögum en með
hljómsveitinni leikur Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, á trommur. Í tilkynningu segir að
kórfélagar vonist til að sem flestir Strandamenn mæti til kirkju og
hlýði á skemmtilega og fjölbreytta tónleika. Karlakórinn Ernir kemur
frá norðanverðum Vestfjörðum og syngja í honum menn af svæðinu frá
Dýrafirði til Bolungarvíkur.