Categories
Frétt

Enn hægt að bæta við á Góugleðina

Árleg góugleði er framundan á Hólmavík um helgina og verður eins og venjulega mikið um dýrðir. Matarveisla verður frá Café Riis, samstilltur hópur sér um skemmtiatriði, söng og sprell, og hljómsveitin Kokkteill leikur síðan fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða fór fram í gær og stefnir í metþátttöku. Þó er enn hægt að næla sér í miða á gleðina, en skipulagi í salnum hefur verið breytt dálítið til að hægt sé að taka á móti fleiri gestum.