24/04/2024

Engar nýframkvæmdir á Gjögurflugvelli

Nýlega var lögð fram Flugmálaáætlun fyrir árin 2011-14 á Alþingi, en hún er hluti af fjögra ára samgönguáætlun. Flugvöllurinn á Gjögri er eini völlurinn á Ströndum sem tilheyrir grunnneti og kemur fram í áætluninni að ekkert fjármagn verður lagt í nýframkvæmdir vegna flugbrauta, öryggissvæða eða bygginga á þessum tíma. Sama á við um ljósabúnað og flugleiðsögubúnað. Mjög mikil og uppsöfnuð þörf er á viðhaldi á Gjögurflugvelli og vonandi verður svigrúm til slíkra verkefna.Fjármunum til viðhalds, bundins slitlags og slíkra verkefna er ekki skipt upp milli flugvalla í áætluninni.