04/10/2024

Ein bingótala í dag í heimabingóinu

645-amstu7

Aðeins var dregin ein tala í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum í dag, sem bendir eindregið til að leikslokin nálgist og að einhver fái bingó næstu daga. Hér eftir verður  bara dregin ein tala á hverjum degin og talan sem dregin var í dag er I-29. Ef einhver fær bingó á sá sami að hafa samband við Ester Sigfúsdóttir bingóstjóra í síma 823-3324 fyrir hádegi daginn eftir, áður en dregið er næst. Við hvetjum alla þátttakendur til að fara vel yfir spjöldin sín og gá hvort tölurnar sem vantar séu nokkuð komnar.