24/04/2024

Dreifnámið á Hólmavík komið af stað

dreifnam1

Tekið er að hausta og kennsla á dreifnámsbraut FNV (Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra) á Hólmavík er nú hafin og eru 10 nemendur skráðir í námið í vetur, þar af 9 nýnemar. Skólinn er staðsettur á efri hæðinni á Hafnarbraut 19, fyrir ofan Sparisjóð Strandamanna. Í síðustu viku dvöldu nemendur á Sauðárkróki í staðlotu til að kynnast starfsemi skólans og öðrum nemendum. Í vetur verður síðan boðið upp á ýmsa áfanga sem kenndir verða í gegnum fjarfundabúnað á Hólmavík. Áhugasamir eru endilega hvattir til að kynna sér námsframboðið sem sjá má hér að neðan, því hægur vandi er að slást í hópinn og taka einstök námskeið ef vilji er fyrir hendi að bæta við sig einingum. Hægt er að hringja í Eirík Valdimarsson umsjónamann í síma 8663569 eða í gegnum tölvupóst: eirikur@fnv.is.

Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn:

Stærðfræði 102 og 193
Íslenska 102 og 193
Enska 102
Náttúrufræði 103
Lífsleikni 102 og 112
Félagsfræði 103
Danska 102

stundaskra

 Stundaskráin lítur svona út fyrir haustönn