Categories
Frétt

Dagatal með myndum úr Grímsey á Steingrímsfirði

Dagatal með myndum úr GrímseyÚt er komið dagatal fyrir árið 2009 með myndum frá Grímsey á Steingrímsfirði. Dagatalið er gefið út af ferðaþjónunum Valgerði Magnúsdóttur og Ásbirni Magnússyni á Drangsnesi og er með myndum eftir Pétur Jónsson áhugaljósmyndara á Reykjaskóla í Hrútafirði. Myndirnar voru flestar teknar þetta sumar og eru af lundanum í eyjunni og ferðaþjónustunni sem þau hjónin reka á Drangsnesi, sjóferðir og sjóstangveiði með Sundhana, gistingu í Malarhorni og veitingastaðnum Malarkaffi. Stefnt er á að dagatalið verði komið til söluaðila eftir helgi.