11/10/2024

Bollukaffi og spurningaleikurinn Kaffikvörn

bollukaffi

Sunnudaginn 2. mars kl. 14:00 -17:00 verður Bollukaffi í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Á boðstólum er hlaðborð með alls konar bollum í tilefni bolludagsins á mánudaginn. Þá er spurningaleikurinn Kaffikvörn á dagskránni, en það er spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna í anda pub-quiz, spurningar, gleði og gaman. Allir eru velkomnir, verð fyrir bolluhlaðborð fyrir fullorðna er kr. 1.000,- og kr. 600,- fyrir 6-12 ára.