23/04/2024

Boðið á leiklistarhátíð í Bratislava

Strandamaðurinn og Hólmvíkingurinn Smári Gunnarsson er að gera það gott í leiklistinni. Smári og Sandra Gísladóttir, sem bæði stunda nám við Rose Bruford-leiklistarskólann í Lundúnum, voru valin í tíu manna hóp skólans sem er núna að endurvinna eina af sýningum þriðja ársins og fara með hana fyrir hönd skólans á leiklistarhátíð í Bratislava í Slóvakíu. Sýning hópsins nefnist Oedipage og er unnin eftir aðferðafræði pólska listamannsins Tadeusz Kantors með tilliti til grísku goðsögunnar um Ödipus. Sama sýning verður svo sett upp í ágúst á Fringe-hátíðinni í Edinborg. Frá þessu er sagt á mbl.is.