12/09/2024

Björninn er unninn

Fyrr í dag réðust úrslitin í viðureign Björns Hjálmarssonar og Jóns Jónssonar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is. Úrslitin á seðlinum voru óvænt að þessu sinni og enginn Íslendingur náði 13 réttum og aðeins einn náði tólf. Því er árangur Jóns og Björns alveg hreint ágætur; en viðureignin fór þannig að Jón marði sigur með fimm réttum gegn fjórum réttum hjá Birni. Vefurinn þakkar Birni að sjálfsögðu fyrir hetjulega baráttu gegn Jóni sem virðist vera kominn á beinu brautina, en hann hefur nú sigrað í leiknum tvær helgar í röð. Ekki er enn vitað hver mun etja kappi við Jón um næstu helgi, en Björn mun án efa skora á einhvern geysisnjallan tippara. Hægt er að sjá spár og umsagnir með því að smella hér, en hér neðar eru úrslit og staðan í leiknum eins og hún er í dag:

LEIKIR

ÚRSLIT

BJÖRN

JÓN

  1. West Ham – Arsenal

X

2

2

  2. Chelsea – Aston Villa

1

1

1

  3. Man. Utd. – Blackburn

2

1

1

  4. WBA – Charlton

2

2

X

  5. Newcastle – Man. City

1

1

1

  6. Everton – Wigan

2

X

1

  7. Sheff. Utd. – Derby

1

1

1

  8. Norwich –  Reading

2

X

2

  9. Crewe – Watford

X

2

1

10. Stoke – Wolves

2

X

1

11. Leeds – Ipswich

2

1

1

12. C. Palace – Preston

X

1

X

13. Leicester – QPR

2

1

1

 

 

4 réttir

5 réttir


Árangur giskara hingað til:

Jón Jónsson – 2 sigrar
Þröstur Áskelsson – 0 sigrar
Björn Hjálmarsson – 0 sigrar