Categories
Frétt

Björgunarsveitin Dagrenning með nýjan vef

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík var haldinn á dögunum. Þar urðu nokkrar breytingar á stjórn. Stefán Steinar Jónsson formaður og Ingimundur Pálsson gjaldkeri héldu sínum embættum, en Sigurður Árni Vilhjálmsson var kosinn varaformaður og Úlfar Hentze Pálsson ritari. Þá voru Ólafur Tryggvason og Pétur Matthíasson kosnir meðstjórnendur. Björgunarsveitin Dagrenning er nýbúin að stofna nýja vefsíðu sveitarinnar á slóðinni www.123.is/dagrenning og má þar m.a. finna myndir úr starfseminni.