19/04/2024

Barnablað Moggans með viðtal við nemendur Finnbogastaðaskóla

Ljósm. strandastelpur.blog.is Í barnablaði Morgunblaðsins í gær er viðtal við nemendur Finnbogastaskóla í Trékyllisvík en það stunda tvær stúlkur í sveitinni nám við skólann í vetur. Þær hafa vakið talsverða athygli fjölmiðla það sem af er vetri vegna skemmtilegrar heimasíðu skólans og athyglisverðum uppátækjum í samfélagsfræði og fleiri námsgreinum. Þær hafa m.a. gert hunda- og kattatal í sveitinni og gert könnun á gleraugnanotkun ásamt því að standa fyrir vali á fegursta fjalli Árneshrepps. Hægt er að nálgast viðtalið við þær Júlíönu Lind og Ástu Þorbjörgu, sem eru án efa frægustu nemendur Strandasýslu, í barnablaði Moggans með því að smella hér.

Heimasíða Finnbogastaðaskóla er á slóðinni www.strandastelpur.blog.is.

Júlíana Lind og Ásta Þorbjörg í Trékyllisvík – Finnbogastaðaskóli er í bakgrunni

Ljósm.: Finnbogastaðaskóli