Categories
Frétt

Hrekkjavökuball á Hólmavík

hrekkjavaka

Það var mikið um dýrðir í félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík í kvöld, föstudaginn 1. nóvember. Þá hélt unglingadeildin hrekkjavökuball og mættu þar margar furðuskepnur, draugar, vampýrur, varúlfar og fleiri kynjaverur. Meðfylgjandi mynd tók Esther Ösp Valdimarsdóttir á hrekkjavökuballinu.

Categories
Frétt

Samningur um framhaldsdeild á Hólmavík undirritaður

framhaldsd1

Í dag var sannkallaður gleðidagur á Hólmavík því undirritaður var samningur um dreifnám á Hólmavík. Það eru Strandabyggð og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem standa að því námi og fékk námið stuðning af fjárlögum fyrir árið 2013 sem fjögurra ára tilraunaverkefni. Nú gefst nemendum á Ströndum færi á að stunda framhaldsnám í heimabyggð og hófst námið nú haustið 2013. Frá og með haustinu 2014 verða hægt að taka tvö fyrstu námsárin á Hólmavík.

Categories
Frétt

Súpufundir um atvinnulíf, menningu og mannlíf

supuf1

Fyrsti súpufundur vetrarins var haldinn í Pakkhúsinu á Café Riis í hádeginu í dag. Er ætlunin að súpufundir verði reglulega í hádeginu á fimmtudögum í vetur og er fundaröðin á vegum Þróunarsetursins á Hólmavík. Á þessum fyrsta súpufundi vetrarins kynnti Jón Eðvald Halldórsson starfsemi Kaupfélags Steingrímsfjarðar sem var stofnað 1898 og á eftir urðu líflegar umræður um sögu félagsins, markmið, stöðu og framtíð.

Categories
Frétt

Leikskólinn Lækjarbrekka 25 ára

645-amstur3

Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík var tekinn formlega í notkun 31. október 1988, fyrir 25 árum, og var opið hús á leikskólanum af því tilefni. Byrjað var að byggja leikskólann við Brunngötu 2 á Hólmavík árið 1985, eftir teikningu arkitektanna Guðmundar Kr. Guðmundssonar og Ólafs Sigurðssonar sem margir íslenskir leikskólar höfðu tekið mið af. Á sama tíma var tekin í notkun afgirtur leikvöllur með leiktækjum; sandkassa, vegasalti, rólum, rennibraut o.fl. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt teiknaði lóðina.

Categories
Frétt

Þæfingarnámskeið á Sauðfjársetrinu

namskeid-saevang1

Á laugardaginn var hélt Sauðfjársetur á Ströndum námskeið í ullarþæfingu í Sævangi. Vel var mætt á námskeiðið sem tókst ljómandi vel, gleði og gaman sveif þar yfir vötnum. Kennari var Margrét Steingrímsdóttir listakona frá Siglufirði, en hún var einmitt með sýningu á þæfðum listaverkum á Sauðfjársetrinu í sumar.

 

Categories
Frétt

Súpufundir í vetur – Kaupfélagið á fyrsta fundi

ksh

Í vetur ætlar Þróunarsetrið á Hólmavík að standa fyrir súpufundum í hádeginu á fimmtudögum þar sem fyrirtæki, mannlíf og menning verða kynnt. Fyrsti fundur vetrarins verður í pakkhúsinu á Café Riis fimmtudaginn 31. okt. kl. 12:05. Þar kynnir Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík starfsemi sína. Allir hjartanlega velkomnir, súpan er seld á kr. 1.200.-

Categories
Frétt

Félagsmiðstöðin Ozon heimsækir Sauðfjársetrið

IMG_7205

Venjulega eru opin hús hjá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík haldin í húsnæði Grunnskólans á Hólmavík, en á dögunum breytti unglingadeildin út af þeirri venju. Héldu krakkarnir á Sauðfjársetrið í Sævangi og héldu þar opið hús með „íslensku þema“. Á boðstólum voru svið, sviðalappir og sviðasulta, blóðgrautur og rabbarbaragrautur. Spilað var bingó, sunginn fjöldasöngur og hlustað á myrkrið. Skemmtu krakkarnir sér hið besta á þessu óvenjulega opna húsi.

Categories
Frétt

Stórskemmtileg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu

svidav2 Það var mikið líf og fjör á sviðaveislu á Sauðfjársetrinu laugardaginn 19. október. Á veisluborði voru sviðalappir og sviðasulta, heit, söltuð og reykt svið og í eftirrétt gátu menn valið um rabbarbaragraut, fjallagrasamjólk og blóðgraut. Viðar Guðmundsson tónlistarmaður og bóndi í Miðhúsum fór á kostum sem veislustjóri og stjórnaði m.a. bingói fyrir gesti, auk þess sem systurnar Barbara og Íris Guðbjartsdætur sungu og skemmtu.

Categories
Frétt

Fjölmenni á opnun sýningar um Álagabletti

IMG_6223

Fjölmenni var á opnun nýrrar sögu- og listsýningar á Sauðfjársetrinu í Sævangi á þjóðtrúardaginn mikla (7-9-13). Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli sem á heiðurinn af sýningunni, en hún naut aðstoðar frá föður sínum Jóni Jónssyni þjóðfræðingi við undirbúninginn og uppsetninguna. Á sýningunni er fjallað um fjölmarga álagabletti á Ströndum og íslenska þjóðtrú og huldufólkstrú. Á opnunarkvöldinu héldu Dagrún Ósk, Jón Jónsson og Rakel Valgeirsdóttir erindi um álagabletti á Ströndum, Arnar Jónsson tróð upp sem trúbador og flutti eigin lög og texta, auk þess sem veglegt kaffihlaðborð var á boðstólum.