09/09/2024

Auglýst eftir héraðslögreglumönnum

Lögreglustöðin á HólmavíkLögreglan á Vestfjörðum hefur auglýst eftir héraðslögreglumönnum til starfa í Strandasýslu, en hjá þeim er venjulega um aukavinnu og einstakar vaktir að ræða. Í fréttatilkynningu segir að starf héraðslögreglumanna sé skemmtilegt og gefandi og að allir á aldrinum 20-40 ára geta innt það af hendi og á það jafnt við um konur og karlar. Ætlunin er að fjölga héraðslögreglumönnum sem hægt er að kalla til þegar þörf krefur víðar á Vestfjörðum. Þeir sem áhuga hafa geta fengið frekari upplýsingar hjá Önundi Jónssyni yfirlögregluþjóni í síma 450-3737.