19/09/2024

Árshátíð Hólmavíkurhrepps 5. nóv.

Framundan er árshátíð starfsmanna Hólmavíkurhrepps, en hún verður haldin laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp á steikarhlaðborð og eftir borðhald og skemmtun mun hljómsveitin Skógarpúkarnir úr Reykhólasveit leika fyrir dansi. Ballið er opið öllum. Miðaverð er kr. 4.000.- og skrá menn sig á árshátíðina á vinnustöðum hreppsins. Í fréttablaði Hólmavíkurhrepps, Fréttirnar til fólksins, sem kom út nú fyrir helgi, kemur fram að hreppsnefnd ákvað fyrir skemmstu á fundi að styrkja skemmtunina um kr. 75.000.-