18/04/2024

Alþjóðlegt kvöld á Galdrasafninu

Seeds hópurinnSíðustu daga hafa sjálfboðaliðar frá samtökunum Seeds verið við störf á Hólmavík og unnið m.a. að lagfæringum á göngustíg um Kálfanesborgir. Hér er á ferð 6 sjálfboðaliðar frá 6 mismunandi löndum. Sjálfboðaliðarnir ætla í kvöld að halda alþjóðlegt kvöld á Galdrasafninu á Hólmavík og vilja sýna heimafólki og ferðamönnum vinnu sína og læra meira um Hólmavík og Ísland. Hópurinn talar 6 tungumál og 6 sérréttir koma við sögu. Í tilkynningu segir: "Við viljum gjarnan hitta ykkur íbúa Hólmavíkur föstudagskvöldið 19. júní í Galdrasafninu kl. 20 og deila með ykkur reynslu okkar af þessu yndislega þorpi. Allir velkomnir. Izabella, Francesca, Filipa, Lukáš, Barbora og Benjamin.

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn til að kíkja við hjá sjálfboðaliðunum og kynna sér hvað þeir eru að bardúsa.

bottom

atburdir/2009/580-seeds2.jpg

Sjálfboðaliðahópurinn – ljósm. Ásta Þórisdóttir