23/04/2024

Allir í sjálfboðavinnu um helgina

Um næstu helgi, dagana 12.-13. janúar, er áætlað að mála og sinna öðru viðhaldi við Félagsheimilið á Hólmavík og er óskað eftir sjálfboðaliðum til verksins. Áætlað er að byrja kl. 13.00 laugardaginn 12. janúar og eru sjálfboðaliðar beðnir um að mæta með rúllur, pensla, bakka og fötur ef þeir eiga. Á eigendafundi í haust kom fram að töluverð þörf er á viðhaldi og þá samþykktu eigendur að þeir myndu sjálfir mála og ditta að Félagsheimilinu, t.d. klára þakskegg sem ekki hefur enn verið lokið við frá byggingu hússins og setja klæðningu í loft á anddyri. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í byrjun október í framhaldi af þessu að kaupa efni svo hægt yrði að fara í viðhaldsvinnu hið fyrsta.