11/10/2024

Aðalfundur Geislans á morgun

Aðalfundur Ungmennafélagsins Geislans á Hólmavík verður haldinn þriðjudaginn 9. maí. Á dagskrá er skýrsla stjórnar og venjuleg aðalfundarstörf. Áhugafólk um ungmennastarfið er hvatt til að fjölmenna á fundinn og þar eru allir velkomnir. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík og hefst kl. 18:30, athugið breyttan fundartíma frá fyrri auglýsingu.