21/12/2024

GSM-sendir á Kollafjarðarnesi

Í morgun var kveikt á GSM-sendi Vodafone á Kollafjarðarnesi og þar með er komið GSM-samband í botni Kollafjarðar og honum sunnanverðum, auk þess sem norðanverður Ennisháls er kominn i samband. Það voru starfsmenn Vodafone og jafnframt heimavant fólk, Árdís Björk og Gústav, sem hjálpuðust að við að skrúfa síðustu skrúfuna og ræsa sendinn. Samband á nú að vera komið frá Brú til Hólmavíkur. Lokahönd verður lögð á þennan þátt uppbyggingar Vodafone á Ströndum í næstu viku þegar kveikt verður á sendi á Bassastöðum.

580-voda-kolla2 580-voda-kolla1

Samband komið á – Ljósm. Ásdís Jónsdóttir