18/04/2024

Talningu lokið í Kaldrananeshreppi

 

580-sundlaug-drangs

Talningu er lokið í Kaldrananeshreppi á Ströndum, en þar var óhlutbundin kosning. Kosningin fór þannig að þeir sem flest atkvæði fengu og eru þar með aðalmenn í sveitarstjórn eru Finnur Ólafsson 47 atkvæði, Jenný Jensdóttir 38 atkvæði, Magnús Ásbjörnsson 33 atkvæði, Ingólfur Árni Haraldsson 32 atkvæði og Guðbrandur Sverrisson 31 atkvæði. Varamenn í sveitarstjórn voru kosin í þessari röð: Arnlín Óladóttir, Halldór Logi Friðgeirsson, Birna Hjaltadóttir, Margrét Bjarnadóttir og Hilmar Hermannsson. Í síðustu sveitarstjórn voru einnig Sunna Einarsdóttir og Óskar Torfason en þau gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Finnur og Ingólfur koma nýir inn.